23.4.2008 | 10:20
Hreinskilni borgar sig...ALLTAF!
Ég vaknaði snemma í morgunn, hress og kát. Mörgum finnist kannski að ég "ætti" ekki að vera það miða við aðstæður og það sem undan er gengið hjá mér. En hvað lagast með því að vera sökkva sér niður í sjálfsvorkunn og eymd?? Ég hef víst gert nóg af því í gegnum tíðina. Ég áorka einnig harla litlu ef ég sit og velti mér uppúr hversu erfitt allt er. Ég er alkóhólisti,ofvirk með athyglisbrest,kvíðaröskun og ég á fjögur heilbrigð og yndisleg börn!!!! Ef ég ætti þau ekki efast ég um að ég væri á lífi í dag, svo að ég tali bara hreint út um hlutina. Mín lífsganga hefur verið erfið og ég hef eytt mörgum vikunum á sjúkrahúsum. Það er ekki nema rétt rúm vika síðan ég reif mig aftur á lappir eftir að hafa gengið í gildru Bakkusar, og neitaði að gefast upp. Ég hef svo margt að lifa fyrir. Börnin mín að vera þeim til staðar er efst í mínum huga. Þeim vil ég allt það besta enda eiga þau það skilið og meira til. Ég hef ekki alltaf getað verið þeim innan handar sökum veikinda minna en ÉG VONA að með Guðs hjálp eigi það eftir að breytast og í því er ég að vinna, með sjálfa mig á hverjum degi.
Í morgunn fór ég í leikskóla dóttir minnar í viðtal við leikskólakennara hennar. Það var ekkert auðvelt að sitja og segja frá að ég hafi byrjað að drekka aftur og látið hana frá mér AFTUR til pabba hennar en að segja frá hlutunum eins og þeir eru, vera hreinskilin og einlæg þá líður manni svo mikið betur. Það er ekkert auðvelt að tala um sjálfa sig og sína veikleika en það er erfiðara að gera það EKKI. Ég vil börnunum mínum allt hið besta og í þessu tilfelli var best í stöðunni að leyfa henni að fara til pabba síns og bróður því ég vil ekki vera svo eigingjörn að vilja hafa hana hjá mér bara svo að MÉR muni líða betur. Málið snýst ekki bara um MIG heldur hamingju og velfarnað dóttir minnar. Ég er svo heppin að barnsfaðir minn er góður og skilningsríkur maður sem dæmir mig ekki útfrá sjúkdómi mínum heldur viljum við bæði hafa velferð barna okkar að leiðarljósi.
Það er vont að vera án barnanna sinna en ég veit að hún og vonandi sex ára sonur minn líka, eiga eftir að koma og vera hjá mér. Tíminn framundan ætla ég að nota vel til að byggja mig upp,læra ´þekkja sjálfa mig, læra að bregðast við erfiðleikum og mótlæti ÁN áfengis, og notfæra mér alla þá hjálp sem í boði er fyrir mig. Í dag er ég bjartsýn og þakklát. Stundum er það bara þannig í lífinu að maður þarf að reka sig ansi oft á til að átta sig en með opnum huga,með Guðs vilja....EKKI mínum vilja, þá tekst þetta. En nú verð ég að hætta í bili og fara í stuðningsgrúbbu hjá SÁÁ, síðan á AA fund en þetta er mitt meðal við alkóhólismanum, ég ætla að gera ALLT sem Guð ætlast til af mér í dag og hann mun leiða mig þangað sem hann vill að ég fari. Einn dagur í einu og ég hlakka til að halda áfram að vinna í sjálfri mér, því að endanum ef vel tekst til, mun það skila sér margfalt til baka!!!!!!! Njótið dagsins, lífsins og ekki gleyma kærleikanum eða ykkur sjálfum í hraða nútímasamfélagsins!
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta er flott þú hefur svo mekki að gefa Anna Heiða. og gangi þig vel
Guð blessi þig
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 23.4.2008 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.