22.4.2008 | 13:55
Dagurinn í dag..
Þennan fallega dag langar mig að byrja á að færa inn Íhugun dagsins úr tuttugu og fjögurra stunda bókinni góðu. Góð byrjun á nýjum degi
Íhugun dagsins, 22.apríl 2008.
Guðleg forsjá og algjör auðsveipni við Guð eru einu skilyrðin sem nauðsynleg eru til að geta þroskað innra líf. Æðri forsjón Guðs þýðir algjöra trú og traust á Guð, trú á að hann sé lögmál tilverunnar og alviska hans og kærleikur stjórni öllu. Algjör hlýðni við Guð þýðir að lifa hvern dag eins og þú trúir að hann ætlist til af þér; ávallt í leit að handleiðslu við allar aðstæður og stöðugt fús að gera það sem er rétt.
Ég er þakklát fyrir að hafa Guð í lífi mínu hvern einasta dag, allar tuttugu og fjórar stundirnar sem við höfum einn dag í einu. Það er ekki langt síðan ég mér var það ljóst að við höfum bara daginn í dag. Gærdagurinn er liðinn og við breytum honum ekki, morgundagurinn er ekki kominn og maður veit í raun og veru ekkert hvort við fáum að njóta morgundagsins. Tökum daginn í dag og gerum það besta úr honum sem við getum.
Verum hreinskilin við okkur sjálf, hlustum á hvað tilfinningarnar sem við höfum öll eru að segja okkur,og fyrir mig vil ég segja að ef ég trúi og ef ég vona þá með Guðs hjálp verður mun auðveldara að ná markmiðunum mínum. Góðir hlutir gerast hægt, og með því ætla ég að ganga út í þetta yndislega veður og vera í deginum í dag.
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
amen það er gott að lesa þetta Anna og Guð blessi þig í dag.
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 22.4.2008 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.