Aldrei of seint að læra....

Jæja þá er komið að því!! Frumraun mín er hafin í blogg-heiminum!!

Ástæðan fyrir því að ég fékk þessa góðu hugmynd að tjá mig í gegnum bloggið er útaf því að mig langar til að deila með þeim  sem  vilja um minn þankagang um LÍFIÐ og hvað það hefur uppá að bjóðaSmile!! Ég hef lengi haft áhuga fyrir sálfræði og andlega tengdum efnum.

Ég rakst á góða bók á bókasafni og finnst hún allveg frábær. Bókin góða fjallar um að ná stjórn á eigin lífi og auka skilning okkar á tilfinningum okkar. Hafi þið heyrt um tilfinningagreind? Ég tel það lykilatriði að vera vel meðvitaður um tilfinningar sínar.

Maðurinn er skapaður með fullt af allskonar tilfinningum en þvi miður er alltof fáir sem geta greitt úr og ráðið í sínar tilfinningar. Neikvæðar tilfinningar t.d. hafa slæm áhrif á okkur og smita oft útfrá sér. Ég hef barist í mörg ár við sjálfa mig og minn sjúkdóm sem er alkohólismi. Einnig er ég greind með ofvirkni og athyglisbrest.

Ég er 35 ára og á 4 yndisleg börn. Mitt innlegg í bloggheiminn verður að deila reynslu minni til þeirra sem vilja og vona að með því get ég hjálpað einhverjum með því móti.

Ég ætla að einsetja mér að skrifa eithvað á hverjum degi, því ég er alltaf að læra eithvað nýtt og núna ætla ég að fara notfæra mér og framkvæma eithvað af því sem ég er að læra!

Ykkur er velkomið að skrifa í gestabókina og svona í lokin: Allir eru eins ánægðir eins og þeir ásetja sér að vera..................verum heiðarleg,trú okkur sjálfum, ekki gleyma kærleikanum og Guði sem gaf okkur lífið. 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

 flott vina og Guð blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 21.4.2008 kl. 22:13

2 Smámynd: Anna Heiða Harðardóttir

Takk Gulli minn!! Við stöndum saman!!!!

Anna Heiða Harðardóttir, 22.4.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Harðardóttir
Anna Heiða Harðardóttir
Komi þið sæl öll sömul!! Ég fékk allt í einu þá flugu í höfuðið að prófa bloggið!! Hvað úr verður kemur í ljós!!

Eldri færslur

Nýjustu myndir

  • ...cam00454

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband