Færsluflokkur: Bloggar

Frelsi

Að viðurkenna vanmátt sinn og taka á sínum málum er FRELSI, segja og viðurkenna sannleikann.

Það er erfitt, við þörfnumst kjarks, hugrekkis og trausts til að viðurkenna vanmátt okkar.

Vonin er mikilvægust, höldum ætíð í hana, þó ekki sé nema smá týra þá er það nóg..

Vonin heldur okkur gangandi, með Guði og englunum. Treystum.

Anna Heiða H.

 


vináttan er mikils virði!

Kæru vinir.

Það er orðið langt síðan ég hef skrifað hér. Ástæðan fyrir skriftum mínum nú er að minn kæri vinur , Gulli benti mér á að fara skrifa aftur!!

Mikið og margt hefur gengið á í mínu lífi síðan ég skrifaði síðustu færslu mína. Ég hef mikið að segja ykkur og þetta verða margar "bókanir" hér eftir. Það er reynsla mín sem ég vil deila með ykkur, sannleikurinn, staðreyndirnar sem tala ætíð sínu máli. Ég hef það stutt núna kæru vinir, en nú er ég að komast aftur í gang og JÁ!! Kærleikurinn verður mitt , minn boðskapur til ykkar. Við skulum deila reynslu okkar saman, styrk, vonum, tilfinningum og já bara öllu sem getur komið okkur og öðrum til hjálpar.

Vinnum saman, ekki á móti hvort öðruInLove lífið er þess virði að lifa því, hvað sem kemur uppá, en deilum saman, það er skilboð mín til til ykkar, okkarKissing Verum ófeimin að tjá okkur og segja sannleikann!

Kærleikur, gleði og ljós til ykkar allra!

Anna Heiða Harðard.


Hreinskilni borgar sig...ALLTAF!

Ég vaknaði snemma í morgunn, hress og kát. Mörgum finnist kannski að ég "ætti" ekki að vera það miða við aðstæður og það sem undan er gengið hjá mér. En hvað lagast með því að vera sökkva sér niður í sjálfsvorkunn og eymd?? Ég hef víst gert nóg af því í gegnum tíðina. Ég áorka einnig harla litlu ef ég sit og velti mér uppúr hversu erfitt allt er. Ég er alkóhólisti,ofvirk með athyglisbrest,kvíðaröskun og ég á fjögur heilbrigð og yndisleg börn!!Heart!! Ef ég ætti þau ekki efast ég um að ég væri á lífi í dag, svo að ég tali bara hreint út um hlutina. Mín lífsganga hefur verið erfið og ég hef eytt mörgum vikunum á sjúkrahúsum. Það er ekki nema rétt rúm vika síðan ég reif mig aftur á lappir eftir að hafa gengið í gildru Bakkusar, og neitaði að gefast upp. Ég hef svo margt að lifa fyrir. Börnin mín að vera þeim til staðar er efst í mínum huga. Þeim vil ég allt það besta enda eiga þau það skilið og meira til. Ég hef ekki alltaf getað verið þeim innan handar sökum veikinda minna en ÉG VONA að með Guðs hjálp eigi það eftir að breytast og í því er ég að vinna, með sjálfa mig á hverjum degi.

Í morgunn fór ég í leikskóla dóttir minnar í viðtal við leikskólakennara hennar. Það var ekkert auðvelt að sitja og segja frá að ég hafi byrjað að drekka aftur og látið hana frá mér AFTUR til pabba hennar en að segja frá hlutunum eins og þeir eru, vera hreinskilin og einlæg þá líður manni svo mikið betur. Það er ekkert auðvelt að tala um sjálfa sig og sína veikleika en það er erfiðara að gera það EKKI.  Ég vil börnunum mínum allt hið besta og í þessu tilfelli var best í stöðunni að leyfa henni að fara til pabba síns og bróður því ég vil ekki vera svo eigingjörn að vilja hafa hana hjá mér bara svo að MÉR muni líða betur. Málið snýst ekki bara um MIG heldur hamingju og velfarnað dóttir minnar. Ég er svo heppin að barnsfaðir minn er góður og skilningsríkur maður sem dæmir mig ekki útfrá sjúkdómi mínum heldur viljum við bæði hafa velferð barna okkar að leiðarljósi.

Það er vont að vera án barnanna sinna en ég veit að hún og vonandi sex ára sonur minn líka, eiga eftir að koma og vera hjá mér. Tíminn framundan ætla ég að nota vel til að byggja mig upp,læra ´þekkja sjálfa mig, læra að bregðast við erfiðleikum og mótlæti ÁN áfengis, og notfæra mér alla þá hjálp sem í boði er fyrir mig. Í dag er ég bjartsýn og þakklát. Stundum er það bara þannig í lífinu að maður þarf að reka sig ansi oft á til að átta sig en með opnum huga,með Guðs vilja....EKKI mínum vilja, þá tekst þetta. En nú verð ég að hætta í bili og fara í stuðningsgrúbbu hjá SÁÁ, síðan á AA fund en þetta er mitt meðal við alkóhólismanum, ég ætla að gera ALLT sem Guð ætlast til af mér í dag og hann mun leiða mig þangað sem hann vill að ég fari. Einn dagur í einu og ég hlakka til að halda áfram að vinna í sjálfri mér, því að endanum ef vel tekst til, mun það skila sér margfalt til bakaInLove!!!!!!! Njótið dagsins, lífsins og ekki gleyma kærleikanum eða ykkur sjálfum í hraða nútímasamfélagsins!


Dagurinn í dag..

Þennan fallega dag langar mig að byrja  á að færa inn Íhugun dagsins úr tuttugu og fjögurra stunda bókinni góðu. Góð byrjun á nýjum degiSmile

  Íhugun dagsins, 22.apríl 2008.

Guðleg forsjá og algjör auðsveipni við Guð eru einu skilyrðin sem nauðsynleg eru til að geta þroskað innra líf. Æðri forsjón Guðs þýðir algjöra trú og traust á Guð, trú á að hann sé lögmál tilverunnar og alviska hans og kærleikur stjórni öllu. Algjör hlýðni við Guð þýðir að lifa hvern dag eins og þú trúir að hann ætlist til af þér; ávallt í leit að handleiðslu við allar aðstæður og stöðugt fús að gera það sem er rétt.

Ég er þakklát fyrir að hafa Guð í lífi mínu hvern einasta dag, allar tuttugu og fjórar stundirnar sem við höfum einn dag í einu. Það er ekki langt síðan ég mér var það ljóst að við höfum bara daginn í dag. Gærdagurinn er liðinn og við breytum honum ekki, morgundagurinn er ekki kominn og maður veit í raun og veru ekkert hvort við fáum að njóta morgundagsins. Tökum daginn í dag og gerum það besta úr honum sem við getum.

Verum hreinskilin við okkur sjálf, hlustum á hvað tilfinningarnar sem við höfum öll eru að segja okkur,og fyrir mig vil ég segja að ef ég trúi og ef ég vona þá með Guðs hjálp verður mun auðveldara að ná markmiðunum mínum. Góðir hlutir gerast hægt, og með því ætla ég að ganga út í þetta yndislega veður og vera í deginum í dag.InLove


Aldrei of seint að læra....

Jæja þá er komið að því!! Frumraun mín er hafin í blogg-heiminum!!

Ástæðan fyrir því að ég fékk þessa góðu hugmynd að tjá mig í gegnum bloggið er útaf því að mig langar til að deila með þeim  sem  vilja um minn þankagang um LÍFIÐ og hvað það hefur uppá að bjóðaSmile!! Ég hef lengi haft áhuga fyrir sálfræði og andlega tengdum efnum.

Ég rakst á góða bók á bókasafni og finnst hún allveg frábær. Bókin góða fjallar um að ná stjórn á eigin lífi og auka skilning okkar á tilfinningum okkar. Hafi þið heyrt um tilfinningagreind? Ég tel það lykilatriði að vera vel meðvitaður um tilfinningar sínar.

Maðurinn er skapaður með fullt af allskonar tilfinningum en þvi miður er alltof fáir sem geta greitt úr og ráðið í sínar tilfinningar. Neikvæðar tilfinningar t.d. hafa slæm áhrif á okkur og smita oft útfrá sér. Ég hef barist í mörg ár við sjálfa mig og minn sjúkdóm sem er alkohólismi. Einnig er ég greind með ofvirkni og athyglisbrest.

Ég er 35 ára og á 4 yndisleg börn. Mitt innlegg í bloggheiminn verður að deila reynslu minni til þeirra sem vilja og vona að með því get ég hjálpað einhverjum með því móti.

Ég ætla að einsetja mér að skrifa eithvað á hverjum degi, því ég er alltaf að læra eithvað nýtt og núna ætla ég að fara notfæra mér og framkvæma eithvað af því sem ég er að læra!

Ykkur er velkomið að skrifa í gestabókina og svona í lokin: Allir eru eins ánægðir eins og þeir ásetja sér að vera..................verum heiðarleg,trú okkur sjálfum, ekki gleyma kærleikanum og Guði sem gaf okkur lífið. 


Höfundur

Anna Heiða Harðardóttir
Anna Heiða Harðardóttir
Komi þið sæl öll sömul!! Ég fékk allt í einu þá flugu í höfuðið að prófa bloggið!! Hvað úr verður kemur í ljós!!

Eldri færslur

Nýjustu myndir

  • ...cam00454

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband